top of page
Blood Test

Vísindin

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að það að jarðtengja sig reglulega hefur mjög góð áhrif á okkur.

Hvað þýðir að jarðtengja sig ?

Við venjuleg efnaskiptaferli myndar líkaminn það sem kallað er „ virk súrefnissambönd“ sem almennt er nefnt „sindurefni“. Þessi efnasambönd virðast vera mikilvæg, að minnsta kosti að hluta til vegna þess að þau hafa getu til að ráðast á og eyðileggja óæskilega hluti í líkamanum, þar á meðal bakteríur og veirur. Hins vegar er of mikið af sindurefnum ekki gott ástand og hefur það verið tengt við bólgur í líkamanum, langvinna sjúkdóma, langvarandi verki, hjartasjúkdóma, sykursýki 2 og sjálft öldrunarferlið. Í stuttu máli viljum við sindurefni í líkamann en ekki í miklu magni. Sindurefni finnast víða t.d. í mat, umhverfinu okkar og okkur sjálfum.

 

 

Sindurefni hafa ekki orku eða rafeindir. Ein leið til að stöðva þau er að gefa þeim neikvæðar rafeindir og þau er hægt að taka t.d. með bætiefnum eins og A, C og E vítamíni og plöntuefnum sem kallast „pólýfenól“ (finnast meðal annars í te, kaffi, kakó og eplum).

 

Hins vegar eru efni sem við borðum og drekkum ekki eina leiðin til að fá rafeindir inn í líkamann: jörðin gerir þetta líka. Ef líkaminn er með jákvæða rafhleðslu, þá gerir jarðtenging rafeindum kleift, sem hafa neikvæða rafhleðslu að flæða inn í líkamann og jafna út hleðsluna, hindra sindurefni og gera við bólguskemmdir.

Fyrir og eftir

before_after.jpeg

Myndin sýnir mun á bólgum í líkama eftir svefn í aðeins 4 nætur á jarðtengingarlaki eða mottu.

Clint Ober

Þrátt fyrir að það hefur verið vitað hvað náttúran gerir okkur gott í aldaraðir. Þá er eins og við höfum sofnað á verðinum um að passa upp á tenginguna við jörðina. Sérstaklega eftir upp úr 1970 þegar framleiðsla á skóm með gúmmí og plastbotnum hófst.

 

Það er svo maður að nafni Clint Ober sem vakti athygli á hvað jarðtenging hefur mögnuð og jákvæð áhrif á okkur. Hann kom fram með þá uppgötvun árið 1998. Síðan þá hefur hann og fleiri gert margar rannsóknir og sýnt fram á að það að jarðtengja líkamann reglulega hefur mikinn lækningarmátt fyrir okkur.

Þessar rannsóknir hefur hann tekið saman í bók sem hann gaf út árið 2010 og heitir einfaldlega ,,Earthing“

https://www.amazon.com/dp/B01BHBPR26/ref=dp-kindle-redirect?_encoding=UTF8&btkr=1

Stephen Sinatra

Dr. Stephen Sinatra er annar sérfræðingur sem er þekktur fyrir rannsóknir sínar á jarðtengingu sem hann hefur stundað í meira en 30 ár. Hann ásamt fleiri sérfræðingum halda úti The Earthing Institute sem hefur það að markmiði að miðla þekkingu á áhrifum jarðtengingar. Stofnunin heldur úti vefsíðu með heilmiklu af efni um jarðtengingu: https://earthinginstitute.net/

Á Youtube er að finna þó nokkrar rannsóknir og umfjöllun um jarðtengingu og þar á meðal má horfa á heimildarmynd sem gefin er út af earthing.com og í henni er rætt við marga sérfræðinga sem hafa rannsakað áhrif jarðtengingar, þar á meðal Clint Ober og Stephen Sinatra: https://www.youtube.com/watch?v=44ddtR0XDVU

Screenshot 2021-08-07 at 17.37.33.png
bottom of page