Að jarðtengja sig
Kostir þess að jarðtengja líkamann okkar eru miklir og þar sem að í lífi okkar er ógrynni af allskonar raftækjum, tölvum og rafbylgjum, er enn meiri ástæða til að jarðtengja sig.
Flestir finna í það minnsta fyrir meiri orku og sofa betur þegar þeir eru jarðtengdir. Að jarðtengja sig er einföld heilunar aðferð og svo elska gæludýr líka að jarðtengja sig :)
Hvernig jarðtengi ég mig ?
Einfaldasta leiðin til að jarðtengja sig er ganga berfætt úti í náttúrunni. Að fara með fætur eða allan líkamann ofan í uppsprettur, ár, vötn, læki eða sjó er önnur einföld leið. Húðin verður að vera í beinni snertingu við vatn, steina eða annan jarðveg til að jarðtenging virki.
Strönd eða fjara eru frábærir staðir til að jarðtengja sig, því saltur sjórinn gefur okkur líka magnesíum. 20 mín. jarðtenging á dag getur haft mikil jákvæð áhrif, ekki er hægt að gera of mikið af jarðtengingu, því meira því betra.
Í dag hafa líka verið þróaðar vörur sem þú getur notað innan dyra til að jarðtengja þig. Til þess að jarðtengja þig eru þær tengdar í innstungur heima hjá þér til að jarðtengja þig, svo lengi sem jörð (guli/græni vírinn) sé tengd í þær. Með þessum vörum er hægt að vera jarðtengja sig t.d. á meðan maður sefur eða situr við tölvu eða sjónvarpið.
-
Mottur úr leðri sem þú getur notað undir hendurnar þínar á meðan þú ert í tölvunni eða undir fæturnar þínar þegar þú situr í stól.
-
Lök og koddaver úr bómull sem þú getur sofið á og þannig fengið marga klukkutíma af samfelldri jarðtengingu á meðan þú sefur.
-
Kúruteppi úr bómull til að sitja á, liggja á eða hafa ofan á sér.
-
Armbönd/öklabönd sem þú getur haft á þér hvort sem þú vakir eða sefur á meðan þú ert ekki mikið á ferðinni.
-
Jarðtengingabönd sem þú getur sett á skóna þína til að tengjast jörðinni þegar þú gengur á skóm á náttúrulegum jarðvegi eða öðru yfirborði sem leiðir jarðtengingu eins og steypu.
ATH. Lyf s.s. blóðþynningarlyf geta haft áhrif á jarðtengingu. Við mælum með að þú ráðfærir þig við læknirinn þinn áður en þú jarðtengir þig í langan tíma í senn ef þú tekur lyf inn að staðaldri.