Þetta er Líf Ómur
Líf Ómur sérhæfir sig í tíðnigreiningum og meðferðum.
Þurý Gísla eigandi er tíðnitæknir og hlaut sína þjálfun frá Rayonex Biomedical í Bretlandi.
Þurý er ávallt til staðar með sína reynslu og þekkingu, fyrir þá sem vilja fá aðstoð við að finna grunnorsök sinnar vanlíðunar og fá aðstoð við að meðhöndla og styrkja líkama og sál.
Þurý tekur á móti þér með hlýju og hlustun, í notalegu umhverfi í meðferðar herbergjunum Líf Óms í Lágmúla 4, 2.hæð, með það eitt að leiðarljósi að hjálpa líkamanum þínum að leiðrétta það ójafnvægi sem hann er að kljást við, nánast sama hvað það ójafnvægi er.

Þurý Gísla eigandi

Ég er tíðnitæknir, þerapisti, reikimeistari, yogakennari og viðskiptafræðingur, með breiðan bakgrunn í ýmiskonar rekstri og bókhaldi, rekstri golfklúbbs, verkefnastjórnun, skrifstofustjórnun svo eitthvað sé nefnt.
Ég brenn fyrir heildrænni nálgun heilsu og legg áherslu á að aðstoða þig við að viðhalda og bæta heilsu á líkama og sál.
Ég hef starfað sem þerapisti og reikimeistari, hef lokið grunn jógakennaranámi. Ég nýti þessa reynslu í minni vinnu hjá Líf Óm fyrir þig.
Ég hef þá trú að líkaminn okkar sé furðuverk og geti lagfært það sem aflaga fer í gangverkinu fái hann réttu aðstæðurnar til þess.
Það er mér mikið kappsmál að kynna fyrir fólki og veita meðferðir sem geta breytt lífsgæðum og vellíðan þeirra sem til mín leita.
Tíðnitæknin (BioResonance) er dásamleg viðbótarmeðferð og aðferð sem styður sannarlegavið þessa sýn mína og gefur mér enn fleiri verkfæri til að vinna að minni ástríðu sem er þín heilsa!
Sími: 847 5595
