
Jarðtenging
Kostir þess að jarðtengja sig eru miklir og innan um öll þessi raftæki, tölvur og rafbylgjur sem við lifum við í dag er enn meiri ástæða til að jarðtengja sig helst daglega.
Hvað þýðir að jarðtengja sig ?
Í stuttu máli er átt við beina snertingu við náttúruna, móður jörð. Þegar húðin þín snertir jarðveg, s.s. steina, mold, sand og gras, vatn eða annan jarðveg sem leiðir rafmagn frá jörðinni.
Á löngum tíma hleðst upp jákvæð rafhleðsla í líkama okkar því við erum lítið í beinni snertingu við jörðina sjálfa. Jörðin okkar hefur milda neikvæða rafhleðslu og þegar þú jarðtengir þig, jafnar neikvæða rafhleðslan frá jörðinni út jákvæðu rafhleðsluna sem er í líkamanum okkar og kemur honum þannig í sitt náttúrulega ástand á ný.
Sumir sérfræðingar og vísindamenn velta því fyrir sér hvort nútíma sjúkdómar geti stafað af völdum þess að við erum svo lítið í snertingu við jörðina og jákvæð rafhleðsla sem myndar m.a. bólgur, sýkingar og verki, hleðst upp í líkamanum.
Við göngum mest í skóm úr gúmmí, plasti og öðrum ónáttúrulegum efnum sem leiða ekki jarðtenginguna og erum mikið innandyra þar sem heldur er engin jarðtenging í gólfum.
Í raun er fullt af fólki sem hefur lifað í mörg ár án þess að komast í beina snertingu við jarðtengingu, jafnvel þótt viðkomandi fari út reglulega.
Hvað er að jarðtengja sig ?
Undirstöðu atriðin á 15 mín.
Rannsóknir hafa sýnt að kostir þess að jarðtengja sig geta verið m.a.:
-
Minni bólgur
-
Minni langvarandi verkir
-
Sterkara ónæmiskerfi
-
Betri svefn
-
Betri melting
-
Meiri orka
-
Minna stress og meiri yfirvegun
-
Minni skapsveiflur
-
Lægri blóðþrýsingur og betra blóðflæði
-
Minni stirðleiki í vöðvum
-
Minna um höfuðverki
-
Betri hormónastarfsemi hjá konum
-
Sár fljótari að gróa
-
Verndar líkamann fyrir rafsegulbylgjum
-
Minni harðsperrur og fljótari að ná sér eftir íþróttameiðsli
-
Minni hrotur
-
Styður við heilbrigði nýrnahettna
-
Hefur góð áhrif á streitu, kvíða og þunglyndi
Ath. Að þó að jarðtenging hafi hjálpað fullt af fólki og haft mjög góð áhrif á margan hátt, hafa ekki verið gerðar nógu margar rannsóknir viðurkenndar af læknasamfélaginu til þess að jarðtenging megi teljast til lækninga.
Í dag hafa líka verið þróaðar vörur sem þú getur notað innan dyra til að jarðtengja þig. Til þess að jarðtengja þig eru þær tengdar í innstungur heima hjá þér til að jarðtengja þig, svo lengi sem jörð (guli/græni vírinn) sé tengd í þær. Með þessum vörum er hægt að vera jarðtengja sig t.d. á meðan maður sefur eða situr við tölvu eða sjónvarpið.
-
Mottur úr leðri sem þú getur notað undir hendurnar þínar á meðan þú ert í tölvunni eða undir fæturnar þínar þegar þú situr í stól.
-
Lök og koddaver úr bómull sem þú getur sofið á og þannig fengið marga klukkutíma af samfelldri jarðtengingu á meðan þú sefur.
-
Kúruteppi úr bómull til að sitja á, liggja á eða hafa ofan á sér.
-
Armbönd/öklabönd sem þú getur haft á þér hvort sem þú vakir eða sefur á meðan þú ert ekki mikið á ferðinni.
-
Jarðtengingabönd sem þú getur sett á skóna þína til að tengjast jörðinni þegar þú gengur á skóm á náttúrulegum jarðvegi eða öðru yfirborði sem leiðir jarðtengingu eins og steypu.
