Tíðnitækni - Bioresonance
Tíðnimeðferð / Bioresonance therapy er meðferð án líkamlegs inngrips, mild og örugg meðferð sem notar skammtaeðlisfræði eða Quantum physics.
Tæknin byggist á því að greina tíðni mynstur með tíðnitæki/ Bioresonance tæki.
Með tíðnitækjum Rayonex@ Biomedical er hægt að greina vel flestar tíðnir í líkamanum, líffærum og frumum líkamans, hvort tíðnirnar eru í jafnvægi eða ójafnvægi. Með greiningunni kemur einnig fram hvort eiturefni, bakteríur, vírusar eða önnur snýkjudýr eru í líkamanum.
Tíðnir sem eru í ójafnvægi í líkamanum gefa vísbengingu um að tiltekin kerfi, líffæri eða frumur eru á einhvern hátt veik fyrir.
Meðferðin felur síðan í sér að leiðrétta/vekja þær tíðnir sem eru í ójafnvægi, til draga úr neikvæðum áhrifum þeirra á líkamann og að gera líkamanum kleift að vinna á eðlilegan hátt.
Meðferð með tíðnitækni læknar ekki sjúkdóma; en greiningarfasinn hjálpar til við að bera kennsl á eiturefni eða streituálag í líkamanum og meðferðin hjálpar þannig til við að endurheimta sjálfsstjórnun líkamans og eigin heilunarferli.
Af hverju Bio Resonance?
Margir velta því oft fyrir sér hvers vegna, þrátt fyrir framfarir okkar í vísindum og velmegun okkar, fleiri og fleiri eigi í vandræðum með að halda góðri heilsu.
Sumir kvillar eru greindir og þeim gefið nafn, en marga er ekki hægt að lækna, þeim er einfaldlega stjórnað með lyfjum með fjölmörgum skammtíma- og langtíma aukaverkunum.
Líkaminn er okkar farartæki sem við fyllum daglega af eiturefnum úr umhverfinu og eiturefnum sem koma frá efnaskiptum okkar. Líffæri á borð við lifur, nýru, gallblöðru, ristil, lungu, húð, sogæðakerfi, eitlakerfi og hvatbera, hafa það hlutverk að afeitra líkamann með því að skila eiturefnin út með þvagi, saur, svita og allskonar slími.
Lífsstíll okkar veldur því að við erum umkringd fullt af eiturefnum sem líkaminn tekur upp og oftar en ekki fær líkaminn ekki nóg af réttum næringarefnum og skilyrðum til að geta afeitrað sig sjálfur. Heldur safnast eiturefnin fyrir í líkamanum okkar og skapar langvarandi bólgur, sem leiðir oftar en ekki til langvinnra sjúkdóma.
Með því að huga að rót vandans og hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefnin gefum við honum skilyrði til að jafna sig og heila sig sjálfur.
Tíðnimeðferð/Bioresonance therapy hjálpar í þessu ferli að finna og meðhöndla það sem er að sliga líkamann og veldur honum streitu.
Meðferð með tíðnitækninni getur hjálpað líkamanum að losa út eiturefni eða streitu og endurheimta „sjálfstjórn“ og aukið getu hans til að heila sig.
Heilbrigður lífsstíl og breytt mataræði ýta enn frekar undir góðann árangur meðferða með tíðnitækninni. Jurtir og bætiefni styðja einnig við heilunarferlið og hjálpa til við að næra frumur og kerfi líkamans til að viðhalda góðum efnaskiptum.
Tíðnimeðferð er tilvalin meðferð fyrir börn þar sem hún er mjög örugg, án aðgerða og sársaukalaus.