Við erum Líf Ómur
Þurý Gísla og Fjóla Malen Sigurðardóttir
Við erum báðar tíðnitæknar og höfum hlotið okkar þjálfun frá Rayonex í Þýskalandi og Bretlandi.
Okkar markmið er að vera til staðar fyrir þá sem vilja fá aðstoð við að finna grunnorsök sinnar vanlíðunar og fá aðstoð við að meðhöndla og styrkja líkama og sál.
Við tökum á móti þér með hlýju og hlustun, í notalegu umhverfi í meðferðar herbergjunum okkar í Lágmúla 4, 2.hæð, með það eitt að leiðarljósi að hjálpa líkamanum þínum að leiðrétta það ójafnvægi sem hann er að kljást við, nánast sama hvað það ójafnvægi er.
Við erum hér fyrir þig.
Þurý Gísla
Tíðnitæknir
Ég er tíðnitæknir, þerapisti, reikimeistari, yogakennari og viðskiptafræðingur, með breiðan bakgrunn í ýmiskonar rekstri og bókhaldi, rekstri golfklúbbs, verkefnastjórnun, skrifstofustjórnun svo eitthvað sé nefnt.
Ég er að feta mig áfram í átt að heildrænni nálgun, með áherslu á að viðhalda og bæta heilsu á líkama og sál.
Undanfarin ár hef ég starfað sem þerapisti og reikimeistari, þar er mér efst í huga þakklæti til minna skjólstæðinga fyrir allt það traust og kærleika sem mér hefur verið sýndur.
Nýlega fór ég í yogakennaranám og er það dásamleg viðbót við það sem ég hef verið að vinna með og vinna að síðustu misseri.
Ég hef þá trú að líkaminn okkar sé furðuverk og geti lagfært það sem aflaga fer í gangverkinu fái hann réttu aðstæðurnar til þess.
Það er mér mikið kappsmál að kynna fyrir fólki og veita meðferðir sem geta breytt lífsgæðum og vellíðan þeirra sem til mín leita.
Lífsveiflutæknin (BioResonance) er dásamleg viðbót og sannarlega aðferð sem styður við þessa sýn mína og gefur mér enn fleiri verkfæri til að vinna að minni ástríðu.
Sími: 847 5595
Fjóla Malen Sigurðardóttir
Tíðnitæknir
Ég hef unnið með viðbótarmeðferðir síðan 2016, en þá útskrifaðist ég sem Hómópati frá breska háskólanum The College of practical homoeopathy í Birmingham og hefur starfað frá þeim tíma á eigin stofu.
Árið 2017 kynnist ég Bioresonance eða lífsveiflutækni. Ári síðar útskrifast ég sem tíðnitæknir hjá Vitalis á Íslandi, einnig sótti ég námskeið hjá Rayonex Biomedical GmbH Lennestadt í Þýskalandi.
Bio Resonance vinnur mjög vel með Hómópatíunni þar sem hún gefur aukin möguleika á nákvæmari greiningu og meðferð.
Ég er einnig með kennararéttindi í myndlist. Ég sótti nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur einn vetur og á að baki nokkur námskeið í gegnum árin en árið 2011 útskrifaðist ég sem myndlistakennari frá Jenkins Art Studio í Berlín.
Ég býður upp á greiningar og meðferðir sem tíðnitæknir og hómópati á meðferðarstofunni Líf Ómur að Lágmúla 4 í Reykjavík.
Sími: 861 1006